Þessi listi kom frá Kötu vinkonu og ég verð að játa að þetta langar mig að prófa. Því ég heyri líka oft sagt:
AF HVERJU GERIR ÞÚ EKKI NEITT?
Frá Kötu:
Oft heyri ég sagt „af hverju gerir þú bara ekki neitt?“ hvað er þetta ekki neitt? og þá kemur þú veist… liggja upp í sófa og horfa á góða bíómynd eða þátt, út að ganga, hugleiða, jóga það er svo mikið í tísku núna, sund, sofa, borða góðan mat eða lesa bók… ok, ég skil… við skulum prófa það!
09:00 Vakna, nokkuð vel útsofin
10:00 Egg, beikon og amerískar pönnukökkur
11:00 Komin í sund, tek nokkrar ferðir og svo beint í pottinn, þann kalda líka
12:30 Boost, létt og gott í maga
13:30 Skellti mér á bókasafnið, beint í barnabókmenntirnar og sá strax bók sem mér hugnaðist, las hana alla og hló meira að segja upphátt!
16:00 Hitti vin á kaffihúsi og tók hláturjóga
18:30 Eldaði dýrindis spagettí og naut þess að vera með fjölskyldunni
20:00 Uppí sófa að horfði aftur á myndina Untouchable
22:45 Að lokum náði ég mér í hugleiðsluapp sem ég sofnaði útfrá
já, þetta mun ég pottþétt gera aftur! Naut þess í botn að gera ekki neitt 😉
Takk fyrir góð ráð, Kata
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!