Sjálf Grace Coddington, háæruverðugur listrænn stjórnandi tískutímaritsins Vogue var bönnuð af Instagram nú í vikunni. Ástæðan er sú að Grace, sem hefur ákvað loks að setja upp Instagram reikning – birti mynd af teiknimyndafígúru á samskiptamiðlinum sem var ber að ofan.
Það er rétt, Grace birti teiknimyndina sem má sjá hér að neðan en teiknimyndin er sjálfsmynd af Grace og er ætlað að kynna og auglýsa góðgerðaruppboð á vegum Paddle 8´s No Clothes, sem mun fara fram á netinu.
Þetta er teiknimyndin sem varð þess valdandi að Grace, sem hafði nýstofnað Instagram reikning sinn og öðlaðist fljótt þúsundir fylgjenda, var hent út af Instagram og blokkuð um hríð:
Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Instagram lokar á notendur vegna “nektar” en engin önnur en Rihanna hefur átt í langvinnu stríði við samskiptamiðilinn vegna myndbirtinga af söngdívunni sem hafa þótt of “grófar” til að koma fyrir augu almennings.
Instagram reikningur Grace hefur verið opnaður aftur og í tilkynningu sem samskiptamiðilinn sendi frá sér var um “leið mistök að ræða” – en gárungar hátískuheimsins hafa gantast með þá staðreynd að Grace Coddington hafi þótt of djörf fyrir Instagram og því verið lokað á hinn virta og þekkta listræna stjóranda tískuritsins Vogue við fyrstu myndbirtingu.
Áhugasamir um uppátæki hinnar 73 ára gömlu Grace Coddington HÉR til að fylgja henni á Instagram.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.