Drusla. Orðið sjálft er oft notað og iðulega um konur sem klæðast á ákveðna vegu, hegða sér einhvern veginn og svo framvegis. En hvað merkir í raun og veru að vera „drusla”?
Hvað ER drusla?
Þessa spurningu lagði Hannah Witton, ákafur talsmaður jákvæðrar líkamsvitundar, upp með á YouTube rás sinni fyrir skömmu þegar hún tók fyrir hugtakið sjálft fyrir á öllum helstu samskiptamiðlum og birti í myndbandinu hér að neðan sem ber einfaldlega heitið Do I Look Like a Slut?
Hannah vill meina að hugtakið sé á reiki, einhverjir segi að kona sem klæðir sig á ákveðna vegu sé drusla meðan aðrir vilja meina að drusla sé sú kona sem sefur hjá mörgum karlmönnum. Á stuttu tímaskeiði.
Hannah tók á þeim ótta kvenna við að „líta út eins og drusla” og spurði jafnframt: „Hvernig lítur drusla út?” og „af hverju eru konur svona hræddar við að vera álitnar druslur?”
Tumblr
Spurninguna lagði Hannah meðal annars fyrir notendur Tumblr og svörunin lét ekki á sér standa en einn notandi sagði:
Fáránlegt níðyrði sem notað er til að lýsa konum sem sennilega hafa sofið hjá mörgum karlmönnum en er líka notað um konur sem klæðast „ögrandi”?
Twitter notendur létu heldur ekki sitt eftir liggja en Hannah lagði spurninguna fyrir fylgjendur sína. Skemmtilega nokk, þó Twitter leyfi einungis 140 bókstafi, tókst notendum að skilgreina hugtakið í fáeinum orðum og þannig sagði einn:
Einhver sem er ekki samþykkur þínum skilningi á kynhegðun kvenna og líður illa gagnvart eigin kynhvöt.
Notendur Facebook voru hins vegar mun beinskeyttari og svörin streymdu fram þegar Hannah lagði spurninguna fyrir á síðu sinni. Einhver svaraði þannig:
Drusla er einmitt það sem karlmenn láta sig dreyma um að konur verði, þegar þær koma saman bak við luktar dyr.
Í athyglisverðu myndbandinu hér að neðan segist Hannah hugtakið sjálft vera á reiki og að orðið „drusla” sé oftar en ekki notað sem stjórntæki í samskiptum við konur, en hún segir:
Í mínum huga er ekkert til sem heitir að vera drusla. Heilbrigð kynhegðun fólks er einkamál hvers og eins og þannig er konum frjálst að sofa hjá þeim sem þær lystir og það gerir enga konu að „druslu” né heldur að „tepru”. Við getum heldur ekki ákveðið hvort klæðaburður konu geri hana að druslu, því þó þú kunnir að vera á öðru máli – þá eru engar haldbærar reglur til sem geta ákveðið hvaða klæðnaður gerir konu siðsama eða sóðalega.
Umræðan er athyglisverð og jafnvel þörf, en að ofangreindu sögðu er augljóst að engir tveir einstaklingar hafa sambærilegan skilning á hugtakinu DRUSLA. Sjón er sögu ríkari, við gefum Hannah orðið:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.