Við könnumst sennilega flestar við það að para alltaf saman það sama í fataskápnum og festast þess vegna svolítið í sama farinu. Margar hverjar eigum við erfitt með að bregða út af vananum og stundum virðist vonlaust að fá nýjar hugmyndir.
Sjá einnig: Tíska: Samstæð dress
Hérna er nokkrar góðar hugmyndir að litasamsetningum sem er um að gera að prófa í vetur.
Silfurlitað og ljósblátt.
Dökkblátt og rústrautt.
Grátt og appelsínugult.
Navyblátt og beinhvítt.
Brúnt og ljósblátt.
Bleikt og hvítt.
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.