Lítið einbýli í Hafnarfirði fékk yfirhalningu – Fyrir og eftir

Þetta gullfallega 116 fm  einbýli er á þremur hæðum og er staðsett við Hraunbrún í Hafnafirði. Það er nú á sölu en eigendur þess í dag, tóku það í gegn.

Gengið er inn í flísalagt hol en inn af því er gestasalerni. Andspænis holinu er stigi upp á efri hæð, á hægri hönd er gengið inn í stofuna og á þá vinstri inn í eldhúsið. Eldhús2-eftir[1]

Á miðhæð er eldhús, stofa og gestasalerni. Eldhús er búið vandaðri innréttingu, góðum tækjum og eldhúskrók. Úr eldhúsi er hægt að ganga út á ca. 50 fm pall.  Stofan er björt og fallega innréttuð.b8027c6080ff0f2ceabe5ceb064cefb0-large
-Efri hæðin er mjög vel skipulögð, mikil lofthæð gerir rýmið stærra og innfelda lýsingin gefur hæðinni karakter.

5960111422295236f4871658f07c0921-large

Hjónaherbergi er rúmgott og með góðu skápaplássi. Baðherbergið milli sjónvarpshols og herbergis er flísalagt í hólf og gólf og hefur á að skipa baði og fallegum innréttingum. Sjónvarpshol er gengt hjónaherberginu, auðvelt er að setja upp léttan vegg og útbúa annað herbergi. Kjallari er ófrágenginn, hann bíður uppá marga möguleika en úr honum er t.d gengt út í garð.

Hér eru skemmtilegar myndir af húsinu – Fyrir og eftir framkvæmdir

Hér er svo gallerý með öllum myndum af eigninni en hér geturðu séð meira um þetta falleg hús!

SHARE