Flestir þeir sem hafa verið með meðvitund síðustu mánuði vita að ákveðið Frozen æði hefur heltekið yngri kynslóðina í heiminum og ágætan hluta af þeim eldri. Myndbönd þar sem litlar stúlkur og drengir syngja sýna útgáfu af aðallagi teiknimyndarinnar, Let It Go, hafa hrannast inn á Youtube og oft vakið mikla lukku með áhorfenda.
2 ára stelpa frá Norður Írlandi hafði hug á flytja lagið Let It Go fyrir foreldra sína en náði þó aldrei að hefja sönginn almennilega. Í hvert skipti sem hún hóf raust sína sprakk mamma hennar úr hlátri sem olli því að þessi unga dama varð öskuvond og lét móður sína heyra það. Klædd ljósbláan Frozen kjól öskrar hún á mömmu sína og segir:
„I´m warning you! What´s it gonna be?“
Stúlkan hefur miklar áhyggjur að mamma sín muni kafna úr hlátri og þá fara hótanirnar hjá dömunni að verða aðeins alvarlegri.
„Do you want to be sent to your room and go sleep by yourself? And nobody will see you ever again?“
Athugið að smella á CC í horninu á myndbandinu til að fá texta.
Athugið að smella á CC í horninu á myndbandinu til að fá textann
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.