Lítil stúlka blótar eins og enginn sé morgundagurinn

Myndband af ungri stúlku sem blótar eins og enginn sé morgundagurinn, hefur hlotið mikla gagnrýni á internetinu en einn þeirra sem kommentaði á myndbandið bendir réttilega á að ef fólk vilji meina að barnið þeirra hafi aldrei blótað þá lifi þeir sömu í afneitun. Börn eigi það til að grípa allt sem þau heyra þó þau heyri orðið ekki nema einu sinni.

Þegar faðir ungu stúlkunnar tók upp myndbandið var hann að spyrja dóttur sína spurninga um jólin vegna þess að litla stúlkan hans elskar nefnilega jólin. Faðir hennar biður hana síðan að segja sér hvort hún elski meira, móður sína eða jólasveininn. Sú stutta átti í einhverjum erfiðleikum með að svara, tók sig til og byrjaði að blóta á fullu í staðinn.

https://www.youtube.com/watch?v=ORcECZ4CZAY&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs

Tengdar greinar:

Þolinmóðasti faðir heims gefur út nýtt uppeldismyndband

Pabbinn tekur myndband af dótturinni að taka sjálfsmyndir

Börn útskýra hvað það er að vera fullorðinn – Myndband

 

 

SHARE