Hefurðu einhvern tímann velt því fyrir þér hvaða áhrif litir geta haft á líðan þína? Hver einasti litur gefur frá sér ákveðna orku, hvort sem maður tekur eftir því eða ekki. Það er gaman að hugsa um þetta þegar maður innréttar heimilið!
Gulur
Gulur er bjartur og sólríkur og hefur upplífgandi áhrif. Gulur getur hentað vel í sólskála, eldhúsi eða listagalleríi. Ef þú ert ekki viss um að meika heilt herbergi í þessum hressandi lit, er gott að hafa litlar skvettur af lit í húsbúnaði t.d.
Rauður
Rauður er oftast tengdur við rómantík og ástríðu. Hann er því tilvalinn litur fyrir svefnherbergi. Rauður ýtir undir hlýju og nánd og hentar því prýðilega í herbergi sem ætluð eru fyrir kósí stundir með ástvini. Passaðu bara að ganga ekki of langt, rauður getur verið yfirþyrmandi.
Blár
Blár er vinsæll litur fyrir svæði sem eiga að vera slakandi. Blár er þó líka vinsæll litur á skrifstofum, þar sem hann á að hvetja til framleiðni og dregur úr truflunum.
Grænn
Grænn er oft tengdur við jörðina og útiveru. Hann gæti verið góður ef þú býrð á stað sem býður ekki upp á mikla nærveru við náttúruna. Grænn er einnig tengdur við heilun og góða heilsu. Grænn gæti verið góður t.d. í jógastúdíói.
Hvítur
Hvítur er fallegur en á það til að virðast dauðhreinsaður og kaldur. Það er gott að muna að hvítur er ekki það sama og hvítur og að til eru nokkrir hvítir tónar.
Svartur
Svartur er litur (eða litleysi) styrks og formlegheita. Hann getur verið fallegur en þó þarf að passa að ganga ekki of langt og blanda frekar við aðra liti.
Fjólublár
Fjólublár, líkt og rauður, passar vel í svefnherbergi. Fólk tengir hann við ævintýri og rómantík. Það getur verið erfitt að nota fjólubláan en það er þó vel hægt. Mundu bara að það eru til margir fjólubláir tónar. Hann getur einnig hentað vel á baðherbergi.
Það er um að gera að prófa sig áfram með litina og jafnvel byrja á að nota liti í húsbúnaði og heimilisvöru áður en maður skuldbindur sig til þess að mála fleiru veggina í yfirgnæfandi lit.