Það er Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar (MLH) sem stendur fyrir tónleikum ásamt Jazzklúbbi Hafnarfjarðar.
Litla Jazzhátíðin í Hafnarfirði. 21. og 22. ágúst í Bæjarbíó en það er Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar (MLH) sem stendur fyrir tónleikum ásamt Jazzklúbbi Hafnarfjarðar.
Fimmtudagurinn 21. ágúst
Magnus Kvartett frá Færeyjum, sannkallað einvalalið gæða tónlistarmanna og hin íslenski Skarkali sem munu spila á tónleikum í Bæjarbíó kl. 21.00.
Magnus Kvartett
Magnus Johannessen er tónlistarmaður, tónskáld og hljómsveitarstjóri sem hefur unnið mest í Danmörku, Íslandi og Færeyjum síðustu tvo áratugi. Magnús er greinilega innblásin af Norrænu djasshljóði og naumhyggju og framúrstefnu þó lagvísin sé sjaldan langt undan. Magnús hefur víðtæka tónlistarreynslu sem gerir hann fjölhæfann og eftirsóttann tónlistarmann. Hann hefur mjög gjarnan verið Eivör Pálsdóttur til aðstoðar og spilaði einmitt með henni í Bæjarbíó núna í febrúar ásamt Mikael Blak bassaleikara á vegum mlh.is. Magnús er vel að sér í vélfræði djass-, leikhús-, popp- og tilrauna tónlist.
Magnus Johannessen – pianó / Leivur Thomsen – gítar / Mikael Blak – bassi – Rógvi á Rógvu – trommur
Skarkali trio
Tríóið Skarkali var stofnað sumarið 2013. Skarkali flytur aðallega frumsamda jazztónlist eftir Inga Bjarna þar sem fjölbreytnin er höfð í fyrirrúmi. Fágaður bassaleikur Valdimars og kraftmikill trommuleikur Óskars setja tónlistina á hærra plan!
Í fyrra spilaði Skarkali á Jazzhátíð Reykjavíkur og tók síðan þátt fyrir Íslands hönd í Young Nordic Jazz Comets sem haldin var í Þrándheimi, Noregi.
Ingi Bjarni Skúlason – píanó / Valdimar Olgeirsson – bassi / Óskar Kjartansson – trommur
Miðaverð aðeins 2000 kr. og fylgir með geisladiskur með Magnusi Johannessen.
Forsala á miði.is . Geisladiskur afhendist við hurð.
Föstudagurinn 22. ágúst
Þá mun söguleg stund eiga sér stað enn og aftur í Bæjarbíó þegar “Fjarðarsystur” þær Janis Carol og Linda Walker munu stíga á stokk.
Bæði Janis og Linda hafa sungið frá ungum aldri. Þær fluttust til Íslands frá London þegar þær voru 6 og 8 ára. Á sjöunda og áttunda áratugnum sungu þær með helstu jazz og ballhljómsveitum íslands, Guðmundur Ingólfs, Guðmundur Steingríms, Karl Möller, Björn R. Einars, Haukur Morthens, Ólafur Gaukur, Magnús Pétursson, Gunni Ormslev, Rúnar Georgs, Árni Scheving, Bjössi Thor, Reynir Sig og Árni Ísleifs, Pétur Gretars o.fl. Janis spilaði líka með hljómsveitum eins og Tatarar og Sony, síðan í uppfærslum á ‘Hárinu’ og ‘Jesus Christ Superstar’. Nýlega sendi hún frá sér jazz standarda plötuna ‘Here’s To Love’
1974 sungu þær síðast saman í sjónvarpi á Íslandi og eru því 40 ár síðan þær komu síðast fram saman á sviði. Janis flutti til Svíþjóðar með hljómsveittinni sinni ´Lava’ 1976 og hljómsveitin spilaði um alla Svíþjoð og Noreg. Janis og Linda fluttu til Englands tveimur árum seinna. Þær voru bakradda söngkonur með Shady Owens fyrsta árið. Síðan fékk Janis stórt tækifæri og var í orginal uppfærslunni af Evítu í London. Hún hefur einnig verið í mörgum sönleikjum Andrew Lloyd Webbers eins og ‘Song Dance’ og ´Jesus Christ Superstar’ og fór einnig með eitt aðalhlutverkið í ‘Cats’.
“Það eru 40 ár síðan við Linda Walker systir mín og ég sungum saman síðast. Það var í sjónvarpinu 1974. í tilefni þess ætlum við að halda tónleika saman í Bæjarbíó. Við ólumst upp í Hafnarfirði og er Bæjarbíó því tilvalinn staður fyrir okkur að koma fram á. Með okkur spila þessir frábæru hljóðfæraleikarar: Kjartan Valdemarsson – píanó, Andres Thor – gítar, Gunnar Hrafnsson – bassa, Jóhann Hjörleifsson – trommur. Þar að auki hef ég beðið litlu dótturdóttur mína Hafdis Jana að syngja með okkur en hún kom fram á ‘Ísland Has Talent’ s.l. vor. Þetta kvöld munum við flytja allskonar góða standarda úr jazzögunni og segja sögur við hæfi. Þetta verður notaleg kvöldstund í afar þægilegu umhverfi.”
Þess má geta að nýleg plata Janisar ‘Here’s To Love’ verður seld á tónleikunum.
Miðaverð 2500,- kr. og er miðasala á miði.is og við hurð frá kl 20.00 á tónleikadag.