Litlar jóladúllur – hekluppskrift í boði Handverkskúnst

Hér kemur uppskrift vikunnar í boði vefsíðunnar Handverkskúnst.is en þar má nálgast prjóna- og hekluppskriftir og ýmiskonar fróðleik sem snýr að handavinnu.

 Litlar jóladúllur

– eftir Elínu Guðrúnardóttur

 dúllur

Uppskrift:

Skammstafanir á hekli:

LL – loftlykkja LLbogi – loftlykkjubogi FP – fastapinni HST – hálfstuðull ST – stuðull sl. – sleppa

Fitjið upp 10 LL eða gerið töfralykkju

1. umf: Heklið 3 LL (telst sem ST), 23 ST í hringinn.

2. umf: Heklið 9 LL (telst sem ST og 6 LL), [ST í næstu 4 ST, 6 LL] x 5, ST í síðustu 3 ST, lokið umf með KL í 3ju LL af þeim níu sem heklaðar voru í byrjun umf.

3. umf: Heklið KL yfir í næstu LL, 3 LL (telst sem ST), 10 ST í sama LLboga, [11 ST í næsta LLboga] x 5, lokið umf með KL í 3ju LL af þeim þrem sem heklaðar voru i byrjun umf.

hekl1

Hér eftir er eingöngu heklað í aftari lykkju stuðlanna.

4. umf: Heklið KL yfir í næsta ST, 3 LL (telst sem ST), ST í næstu 8 ST, 2 LL
[sl. 2 ST, ST í næstu 9 ST, 2 LL] x 5, lokið umf með KL í 3ju LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun umf.

5. umf: Heklið KL yfir í næsta ST, 3 LL (telst sem ST), ST í næstu 6 ST, 4 LL, FP í LLboga, 4 LL, sl. ST, [ST í næstu 7 ST, 4 LL, FP í LLboga, 4 LL, sl. 1 ST] x 5, lokið umf með KL í 3ju LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun umf.

6. umf: Heklið KL yfir í næsta ST, 3 LL (telst sem ST), ST í næstu 4 ST, 4 LL, FP í LLboga, 5 LL, FP í LL boga, 4 LL, sl. ST, [ST í næstu 5 ST, 4 LL, FP í LLboga, 5 LL, FP í LLboga, 4 LL, sl. ST] x 5, lokið umf með KL í 3ju LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun umf.

7. umf: Heklið KL yfir í næsta ST, 3 LL (telst sem ST), ST í næstu 2 ST, [4 LL, FP í LLboga, 5 LL, FP í LLboga, 5 LL, FP í LLboga, 4 LL, sl. ST, ST í næstu 3 ST] x 5, 4 LL, FP í LLboga, 5 LL, FP í LLboga, 5 LL, FP í LL boga, lokið umf með 1 LL, ST í 3ju LL af þeim þrem sem gerðar voru í byrjun.

8. umf: Heklið FP utan um ST sem var gerður til að loka fyrri umf, [5 LL, FP í næsta LLboga] endurtakið út umf, lokuð umf með KL í fyrsta FP umf.

9. umf: Heklið FP, HST, ST, LL, ST, HST, FP í hvern LLboga umf, lokið umf með kl í fyrsta FP umf.

Screen Shot 2014-12-08 at 11.49.40

© Handverkskúnst 2014.
Þessi uppskrift er til einkanota, ekki gefa hana áfram heldur bentu á hvar hægt er að nálgast hana frítt

Hér má nálgast pdf skjal með uppskriftinni

Prjónauppskriftin er í boði Handverkskúnst.is sem er haldið úti af mæðgunum Guðrúnu Maríu og Elínu Kristínu. Á heimasíðunni má nálgast prjóna- og hekluppskriftir og ýmiskonar fróðleik.

handverkskunst

 

Tengdar greinar:

Zig Zak prjónasokkar -uppskrift

Ný prjónabók: Tvöfalt prjón – uppskrift af fallegu eyrnarbandi

Prjónaskapur á sér engin takmörk

 

SHARE