Litli drengurinn fannst í poka fyrir utan bensínstöð

Litli drengurinn sem við sögðum ykkur frá í morgun, sem var numinn á brott af heimili sínu, er fundinn. Hann fannst fyrir utan bensínstöð í Iowa í morgun í litlum poka, samkvæmt fréttum á CNN.

Þrátt fyrir kuldann er allt í lagi með Kayden litla en hann fannst rúmum 300 km frá heimili sínu í Beloit.

Frænka Kayden litla, Kristen Smith, hefur verið handtekin vegna gruns um verknaðinn. Hún hefur dvalið á heimili drengsins undanfarið en fór í burtu, yfir nótt, á miðvikudaginn, sömu nótt og drengurinn hvarf. Hún var svo stoppuð á bíl sínum í Iowa en þá fundust barnaföt í bílnum en Kayden var ekki í bílnum. Hann fannst 24 stundum síðan á bensínstöðinni.

 

SHARE