Ljónið er óumdeildur konungur dýrahringsins og elskar að vera í sviðsljósinu; ástin er Ljóninu að skapi og einstaklingar fæddir undir þessu merki eru hlýjir og elskulegir að upplagi. Ljónið er logandi heitt eldmerki og er uppfullt af ástríðu og gerir miklar kynferðislegar kröfur til maka síns. Ljónið er sjálfsöruggt í eðli sínu og er afar gefandi í einkalífinu. Ljónið fer aldrei óséð, hvert sem leiðir þess liggja.
Ljónið stígur glæstum skrefum inn í rómantíska sumarið; einhleyp Ljón verða ástfangin og lofuð Ljón blása nýjum glæðum í hjónabandið.
Ljóninu líka leikrænir tilburðir vel, er sneisafullt af lífsorku og getur hreinlega gneistað af gleðifullum krafti sem getur brotist út á barnslegan máta. En ólíkt því sem er um tilviljanakennda hegðun ungviðsins, ber Ljónið með sér yfirvegaðan glæsileika sem gæðir fólk fætt undir í stjörnumerki óviðráðanlegu aðdráttarafli og heillar alla þá sem á vegi þess verða.
Mikil frjósemi einkennir sumarið hjá þeim sem eru í Ljónsmerkinu og barnalán; óvænt þungun, trúlofun og jafnvel gifting undir stjörnubjörtum himni gæti allt eins verið á dagskrá sumarsins.
Ljónið stígur glæstum skrefum inn í rómantíska sumarið; einhleyp Ljón verða ástfangin og lofuð Ljón blása nýjum glæðum í hjónabandið. Björtustu mánuðir ársins lofa góðu fyrir einstaklinga í Ljónsmerkinu á sviði einkalífsins, vinátta vex, verður að ást og ástríðan blossar upp. Mikil frjósemi einkennir sumarið hjá þeim sem eru í Ljónsmerkinu og barnalán; óvænt þungun, trúlofun og jafnvel gifting undir stjörnubjörtum himni gæti allt eins verið á dagskrá sumarsins. Og hið daðurmilda, einhleypa Ljón ætti einnig að njóta góðs af rómantískri orkunni sem umvefur allt og græðir; kokteilboð, samkvæmi, hlátur og gleði einkennnir komandi tíma.
Hið dæmigerða Ljón verður iðjusamt í sumar og veður í verkefnum sem svo aftur getur haft jákvæð áhrif á seðlaveskið.
Sumarið verður þér ábatasamt í fjármálum, elsku Ljón. Nýjar leiðir verða greiðar á atvinnumarkaðinum; sem veitir þér svo aftur innblástur að ferskum hugmyndum. Hið dæmigerða Ljón verður iðjusamt í sumar og veður í verkefnum sem svo aftur getur haft jákvæð áhrif á seðlaveskið. Kæra Ljón, láttu þig dreyma stórt og gakktu óhrætt til móts við ný verkefni á komandi sumri, því ævintýrin sem framundan eru geta gert þér kleift að láta drauma þína rætast.
Komandi sumar verður lengi í minnum haft, þú hugrakka Ljón og loks er tími tækifæra runninn upp.
Komandi sumar verður lengi í minnum haft, þú hugrakka Ljón og loks er tími tækifæra runninn upp. Óvænt tækifæri, heppni í spilum, jafnvel skattafrádráttur og fjárhagsleg uppsveifla einkenna yndislega sumarið, kæra Ljón. Taktu fagnandi mót fröken Lukku, sem verður Ljóninu sannarlega hliðholl í sumar.