Ljúfengur lambapottréttur

Hér er hrikalega góður pottréttur sem kemur úr bókinni Rögguréttir. Mjög djúsí í piparostasósu.

Uppskrift:

600-800 gr lambagúllas

1 peli rjómi

piparostur

1 stór laukur

1 paprika

100 gr sveppir

1 stk lambakraftsteningur

Aðferð:

Rjómi og piparostur eru brædd saman í potti við vægan hita svo ekki brenni og settur er einn lambakraftsteningur útí sósuna.

Lambið er léttsteikt, laukurin og paprika skorin niður í ræmur og sveppir sneiddir niður.

Allt saman sett á pönnu og steikt saman. Svo er öllu skellt í eldfast mót og sósuni hellt yfir.

þessu er svo skellt inní ofn á 180 gráður og látið bakast í 30 – 40 mín.

Sjá meira:Mexíkóskt salat

Hrikalega gott að bera fram með góðu salati.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here