Ljúffeng og einföld Rice Krispies kaka

Þessi dásamlega Rice Krispies kaka kemur af blogginu hennar Tinnu Bjargar. Þessi kaka er ótrúlega einföld og alveg sjúklega gómsæt. Ég mæli með því að þið prófið hana hið snarasta, ásamt því að smella einu like á bloggið hennar Tinnu – hérna.

IMG_3123

Rice Krispies kökubotn

100 gr suðusúkkulaði

100 gr Pipp með karamellu

100 gr smjör

4 msk sýróp

5 bollar Rice Krispies

  • Sjóðið suðusúkkulaði, karamellu Pipp, smjör og sýróp saman í potti og látið krauma við vægan hita í 5 mínútur þannig að blandan verði karamellukennd.
  • Takið pottinn af hellunni og látið standa í 3-4 mínútur.
  • Hrærið Rice Krispies saman við súkkulaðibráðina og þrýstið blöndunni í hringlaga kökuform.
  • Kælið kökuna og setjið á kökudisk.

Bananarjómi

350 ml þeyttur rjómi

3 bananar

  • Skerið banana í litla bita og blandið saman við þeyttan rjóma.
  • Smyrjið bananarjómanum á kökubotninn.

Karamellubráð

15 rjómakaramellur frá Freyju

50 ml rjómi

  • Bræðið rjómakaramellur og rjóma saman í potti og látið krauma við vægan hita í 3-4 mínútur.
  • Kælið karamellubráðina við stofuhita og hellið henni yfir bananarjómann.

Ekta helgarbomba – skora á ykkur að prófa!

SHARE