Ég hef alltaf verið dálítið hrædd við uppskriftir sem innihalda ostrusósu. Ostrusósa – nei, það er eitthvað við þetta nafn sem kveikir ekki í mér. Ég lét þó til leiðast í gærkvöldi og smakkaði þessa sósu sem kennd er við ostrur. Og viti menn, ég hafði rangt fyrir mér – aldrei slíku vant. Þetta er stórfín sósa. Alveg hreint prýðileg. Við eigum eftir að hittast aftur. Klárt mál.
Sjá einnig: Chili kjúklingaspjót með kókosnúðlum
Annars mæli ég með þessum kjúklingarétt. Virkilega bragðgóður.
Ljúffengir kjúklingastrimlar í ostrusósu
Fyrir tvo
400 gr kjúklingalundir
5 msk Blue Dragon sojasósa
2 msk hveiti
1 paprika
1 box sveppir
ólívuolía
70 ml kjúklingasoð
2 msk Blue Dragon ostrusósa
3-4 vorlaukar
Skerum lundirnar í strimla og leggjum í skál. Bætið sojasósunni við ásamt einni skeið af hveiti. Látið marinerast í 15-20 mínútur. Skerið paprikuna í strimla, saxið vorlaukinn og sveppina.
Hellið olíu á pönnu og brúnið kjúklingastrimlana. Bætið grænmetinu á pönnuna og steikið í 3-4 mínútur. Takið síðan af og geymið.
Hreinsið pönnuna vel. Setjið kjúklingasoðið ásamt ostrusósunni á pönnuna og hitið að suðumarki. Einni skeið af hveiti skellt saman við og leyft að sjóða í 2 mínútur. Bætið þá kjúklingnum og grænmetinu út í og hrærið öllu vel saman.
Gott er að bera réttinn fram með núðlum eða hrísgrjónum.
Sjá einnig: Kraftmikil bleikja með fersku sumarsalati
Núna er Blue Dragon vika í fullum gangi á hun.is. Við munum birta tvær uppskriftir á dag, í heila viku. Í byrjun næstu viku munum við svo draga út stórglæsilega Blue Dragon gjafakörfu. Það sem þú þarft að gera er að skilja eftir athugasemd hér að neðan og þá ertu komin/n í pottinn.
Hafðu í huga: því fleiri Blue Dragon uppskriftir sem þú skrifar athugasemd við – því meiri möguleikar á vinningi.
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.