Þessi fljótlega og dýrðlega uppskrift kemur frá Allskonar.is.
Ljúffengir leggir
- 12-15 kjúklingaleggir
- 50 gr hveiti
- 2 msk maísmjöl
- 2 tsk salt
- SÓSA
- 2 dl eplasafi
- 60 gr pálmasykur (eða púðursykur)
- 6 msk sojasósa
- 6 msk hrísgrjónaedik
- 2 cm engifer rót, rifin
- 2 hvítlauksrif, rifin
- 6 msk sriracha sósa (eða 6 msk tómatsósa + 1 -2 tsk chiliduft)
Undirbúningur: 15 mínútur
Eldunartími: 60 mínútur
Byrjaðu á að hita ofninn í 200°C.
Settu hveiti, maísmjöl og salt í skál, skolaðu og þerraðu kjúklingabitana og veltu þeim upp úr hveitiblöndunni. Leggðu á bökunarpappír á plötu.
Steiktu í ofninum í 40 mínútur, snúðu bitunum við eftir helming steikingartímans.
Á meðan að kjúklingurin steikist þá útbýrðu sósuna.
Settu eplasafa, pálmasykur, soja, edik, engifer, hvítlauk og sriracha sósu í pott. Láttu suðuna koma hressilega upp, lækkaðu svo undir og láttu malla á meðan að kjúklingurinn steikist.
Eftir 40 mínútna steikingartímann tekurðu kjúklinginn út og hellir sósunni yfir. Setur hann aftur inn í ofninn og lækkar hitann í 180°C og steikir í 15 mínútur eða þar til allt er orðið vel klístrað og dásamlegt.
Berðu fram með salati og hrísgrjónum og góðum bunka af handþurrkum. Svona mat borðar maður með fingrunum
Við mælum með því að þið líkið við Allskonar á Facebook.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.