Ljúffengir leggir

Þessi fljótlega og dýrðlega uppskrift kemur frá Allskonar.is.

Ljúffengir leggir

  • 12-15  kjúklingaleggir
  • 50 gr hveiti
  • 2 msk maísmjöl
  • 2 tsk salt
  • SÓSA
  • 2 dl eplasafi
  • 60 gr pálmasykur (eða púðursykur)
  • 6 msk sojasósa
  • 6 msk hrísgrjónaedik
  • 2 cm engifer rót, rifin
  • 2 hvítlauksrif, rifin
  • 6 msk sriracha sósa (eða 6 msk tómatsósa + 1 -2 tsk chiliduft)

Undirbúningur: 15 mínútur

Eldunartími: 60 mínútur

Byrjaðu á að hita ofninn í 200°C.
Settu hveiti, maísmjöl og salt í skál, skolaðu og þerraðu kjúklingabitana og veltu þeim upp úr hveitiblöndunni. Leggðu á bökunarpappír á plötu.
Steiktu í ofninum í 40 mínútur, snúðu bitunum við eftir helming steikingartímans.

Á meðan að kjúklingurin steikist þá útbýrðu sósuna.

Settu eplasafa, pálmasykur, soja, edik, engifer, hvítlauk og sriracha sósu í pott. Láttu suðuna koma hressilega upp, lækkaðu svo undir og láttu malla á meðan að kjúklingurinn steikist.

Eftir 40 mínútna steikingartímann tekurðu kjúklinginn út og hellir sósunni yfir. Setur hann aftur inn í ofninn og lækkar hitann í 180°C og steikir í 15 mínútur eða þar til allt er orðið vel klístrað og dásamlegt.

IMG_1851-3-682x1024

Berðu fram með salati og hrísgrjónum og góðum bunka af handþurrkum. Svona mat borðar maður með fingrunum

Við mælum með því að þið líkið við Allskonar á Facebook. 

allskonar-logo2

SHARE