Locks of Love: Gaf taglið til góðgerðarsamtaka

Fyrir stuttu hafði Reyðfirðingurinn Alma Sigurbjörnsdóttir samband við Krabbameinsfélag Austfjarða til þess að afla sér upplýsinga um hvort einhver aðili væri á Íslandi sem tæki við hári til hárkollugerðar. En því miður er enginn slíkur aðili hér á landi.

Alma skartaði afskaplega síðu og fallegu hári. Eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að klippa herlegheitin, vildi hún að hárið kæmi einhversstaðar að góðum notum. Þannig fann hún samtökin Locks of Love samtök sem framleiða hárkollur og gefa börnum 21 árs og yngri sem misst hafa hár sitt vegna sjúkdóma.

10933884_728397497274285_478535491931694776_n

10407052_728397500607618_3140946265497458025_n

Alma miklaði ekki fyrir sér að losa sig við heila 35 sentímetra af hári. ,,Þetta vex aftur en það eru ekki allir svo lánsamir. Ég vona svo sannarlega að taglið mitt komi að góðum notum,” segir Alma glöð í bragði. 

Ár hvert fær Krabbameinsfélag Íslands fjölda fyrirspurna um hvert fólk eigi að snúa sér, vilji það gefa hár til hárkollugerðar. Krabbameinsfélagið bendir í öllu tilfellum fólki á að kynna sér starfsemi Locks of Love. Enda er hér um afar gott málefni að ræða.

SHARE