Veðrið er enn mjög slæmt og færðin er síst að skána. Þeir sem eru fastir í bifreiðum með börn sem eru farin að finna til hungurs, eru beðinn um að láta lögregluna vita í 112 svo hægt sé að aðstoða.
Ártúnsbrekka lokuð vegna bifreiða er standa fastar. Aðreinar af Sæbraut eru stíflaðar vegna bifreiða er sitja fastar í slaufunum. Bifreiðar virðast ekki ráða við að komast upp Ártúnsbrekku.
Hafnarfjörður; Hafnarfjarðarvegur er opinn sem stendur en færð orðin erfið. Búið er að afgreiða árekturinn við Kópavogslæk en þar lentu um 20 bifreiðar saman. Færð í íbúðargötum orðin mjög erfið, í raun ómöguleg fyrir fólksbíla.
Kópavogur; Breiðholtsbraut lokuð við Víkurhvarf ekki hægt að ryðja vegna yfirgefinna bifreiða. Færð mjög erfið í Hvarfa og Kórahverfi. Starfsmenn Kópavogs reyna sitt besta við halda opnu.
Vandræði ennþá á Vesturlandsvegi við Bauhaus lokað vegna bifreiða er standa þar fastar.
Lögreglan sendi einnig frá sér ítrekun til foreldra:
“Ekki sækja börnin ykkar í skóla/frístundaheimili/
Förum varlega og hjálpumst að og deilum áfram!