Lögregla stóð kaþólskan prest að verki – Níddist á 15 ára gömlum dreng

Kaþólskur prestur í Pennsylvaníu hefur verið ákærður fyrir að vera að brjóta kynferðislega á 15 ára unglingi en lögreglumenn stóðu hann að verki við glæpinn.

Lögrelgan kom að prestinum, föður Paulish með buxnalausum drengnum í bíl á skólalóð ríkisháskólans í Pennsylvaníu. Tilkynning hafði borist til lögreglunnar um bílinn og var því farið á staðinn að athuga hvort eitthvað væri að. Það var þá sem komið var að  prestinum með unglingnum.

Paulish sagði lögreglumönnunum að hann væri í hjálparstarfi og þessi drengur væri illa staddur og þyrfti huggunar og leiðsagnar við. Seinna játaði hann að hann hefði fyrst komist í samband við drenginn á auglýsingasíðu á netinu.

Hann sagðist hafa margspurt drenginn hvort hann væri orðinn 18 ára.
Biskupinn Joseph Bambera birti yfirlýsingu á netinu og sagðist vera harmi sleginn yfir þessu framferði prestsins og hefði það víðtækar afleiðingar. Prestinum var þegar vikið úr embætti og fær hann ekki lengur að gegna prestsembætti.

 

Yfirmenn kirkunnar biðja þá sem presturinn kann að hafa beitt kynferðislegu ofbeldi að hafa samband við lögregluna.

Paulish var ákærður fyrir kynferðislegt samræði við barn. Hann var líka ákærður fyrir ósæmilegt samband við barn og að spilla huga þess. Nú situr hann í fangelsi og er lausnargjaldið 50.000 dalir.

SHARE