Bandarísk kona, búsett í Wisconsin fylki, segir lögregluna og bæjaryfirvöld leggja meðferðardýr sitt í einelti. Konan segist ekki geta dregið andann án meðferðardýrsins og að návist Jimmy, sem er heilasköðuð kengúra með vanskapaðan hala, hafi bjargað lífi hennar.
Diana Moyer, en svo heitir konan, festi kaup á Jimmy gegnum uppboð á exótískum dýrum fyrir ári síðan og segir ástæðuna þá að hún var ástarþurfi. Kengúran Jimmy ferðast með Dinönu hvert sem leiðir hennar liggja – íklæddur bleyju og kirfilega festur í barnabílstól en þetta vill lögreglan í smábænum Beaver Dam ekki hafa og segir kengúruna hættulega umhverfinu og að dýrinu verði að lóga sem fyrst.
Sjá einnig: 20 dýr sem kunna sig ekki!
Diane segir hins vegar að kengúran Jimmy hafi bjargað lífi hennar, sé eina viti borna skepnan sem veiti konunni einhverja hlýju og að án Jimmy litla hefði hún aldrei orðið fær um að yfirstíga krabbamein.
Þeir eru bara að leggja mig og Jimmy í einelti. Jimmy litli bjargaði lífi mínu þegar ég var með krabbamein og hann gerir engum mein. Þetta er bara vitleysa. Hann elskar að koma með mér í verslunarmiðstöðina og horfa á sjónvarpið með mér heima.
En þetta er ekki allt. Diane heldur úti fleiri meðferðardýrum, meðal annars lamadýri og fatlaðri geit að nafni Edward:
Kengúran Jimmy er ekki eina meðferðardýrið mitt. Geitin Edward bjargaði lífi mínu fyrir stuttu þegar ég fékk sýkingu í fótinn. Það blæddi úr fætinum og geitin braut niður hurðina – þannig gat Edward gert móður minni viðvart, sem var í nágrenninu.
Hér má sjá umfjöllun WISN 12 NEWS um baráttu Diane við bæjaryfirvöld um forræði kengúrunnar Jimmy – þar sem m.a. má sjá að dýrið er kyrfilega klætt í bleyju:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.