Lögreglumaðurinn Shane Stephenson hefur fylgst með vini sínum, Sultan sem er 13 ára þýskur sheffer, missa heilsuna mjög hratt seinustu vikur. Hann fékk fyrst eitt flog, svo annað og svo það þriðja. Fljótlega var ljóst að það þurfti að svæfa þennan trygga vin lögreglunnar.
Sultan hafði elt uppi glæpamenn og þefað uppi fíkniefni árum saman. „Það er búið að vera erfitt að koma honum á fætur upp á síðkastið og það hafa komið dagar þar sem við höfum þurft að halda höfðinu á honum upp svo hann geti borðað og drukkið,“ segir Shane og segir að hann hafi vitað að hans ævi væri að renna sitt skeið.
Til að heiðra Sultan, söfnuðust fjöldamargir lögreglumenn saman fyrir utan hjá dýralækninum, til að fylgja honum seinasta spölinn.
Lambið sem heldur að það sé hundur
Husky hundur „talar“ eins og barn
Sakbitni hundurinn snýr aftur
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.