Loksins hefur HBO látið af einokun á sýningarréttinum sem varðar frammistöðu þeirra Beyoncé og Nicki Minaj á tónleikum í París en nokkrar útgáfur hafa verið settar upp á netið, en allar jafnharðan teknar niður.
Ekki einu sinni mátti Nicki Minaj deila sjálfviljug á sinni eigin Facebook síðu klippu sem aðdáandi gerði og deildi á netinu af tvíeykinu á sviði, en HBO lét umsvifalaust fjarlægja myndbandið stuttu eftir birtinguna.
Nú virðist hins vegar loks vera komin opinber útgáfa af sviðsuppákomunni og þær eru glæsilegar, Beyoncé og Nicki en í þetta skiptið má fastlega reikna með því að myndbandið fái að standa:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.