Ef þig langar að hlaða batteríin og átt nóg af peningum þá er kjörið fyrir þig að fara í Song Saa Private Island sem er í Kambódíu.
Þarna færðu að sjá gullfalleg sólsetur, fara í dekur og gleyma öllu amstri hversdagsleikans. Þeir sem hafa farið þangað segja að tíminn standi kyrr og lúxusinn er í öllu sem þú þarft og þarft ekki að nota. Það er einkasundlaug við hvert hús og þið getið notið þess að vera.
Smellið á myndir til að stækka og fletta.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.