Brátt kemur á markað VIAGRA tafla fyrir konur; frygðarlyf sem ætlað er að vinna bug á kynkulda kvenna og auka löngun til kynmaka. Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur samþykkt lyfið sem verður bráðlega fáanlegt á almennum markaði gegn lyfseðli læknis.
Lyfið mun bera heitið Flibanserin og er taflan smágerð og bleik að lit, en samkvæmt því sem kemur fram í New York Times, glíma u.þ.b. 7% fullorðinna kvenna við króníska kyndeyfð. Lyfið hafði tvívegis verið lagt fyrir lyfjaeftirlitið áður, en því var áður hafnað.
Sjá einnig: Topp 10 áhugaverðustu kynlífstækin árið 2014
Kven-Viagra var fyrst hafnað af lyfjaeftirlitinu árið 2010 á þeim grundvelli að engin þörf væri á slíku lyfi en þrýstihópar kvenna í Bandaríkjunum urðu þess valdandi að lyfjaeftirlitið endurskoðaði fyrri ákvörðun sína árið 2013, þó með semingi. Rök háværra þrýstihópa voru þau að gnægð frygðarlyfja væri á markaðinum sem ætluð væru karlmönnum en að engin sambærileg lyf væru í boði fyrir konur.
Sjá einnig: Rafdrifinn kvensmokkur sem tryggir konum fullnægingu
Rök lyfjaeftirlitsins voru þau að aukaverkanir Flibanserin gætu reynst konum of þungbærar, en meðal þeirra má telja upp svima, yfirlið og lágan blóðþrýsting. Hins vegar greindu þær konur, sem tóku þátt í þremur lyfjatilraunum sem ætluð voru að láta á gagnsemi reyna – frá því að þær hefðu fundið til aukinnar örvunnar og að löngun til kynmaka hefði aukist. Ekki einungis hafði löngun þeirra til að hafa kynlíf aukist, heldur var upplifunin ánægjulegri.
Sjá einnig: 14 ára stúlka REKIN úr kynfræðslu fyrir FRÁBÆRT svar á prófblaði
Sú niðurstaða var lyfjaframleiðendum í hag og því er Viagra fyrir konur nú að vænta.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.