Lyfjaskortur á Íslandi

Ég eins og margir aðrir þarf að taka inn ákveðin lyf til að auka lífsgæði mín og heilsu.

Ég er heppin ég er ekki á miklum lyfjum en þarf þó lyf vegna þess að ég er með háan blóðþrýsting og til að hjálpa mér í gegnum þetta blessaða breytingaskeið.

Undanfarið ár eða svo hef ég ítrekað lent í því að þessi lyf séu ekki til á landinu eða það þurfi allt í einu undanþáguseðil!

Ég er ekki á neinum lyfjum sem hægt er að misnota svo þau þykja frekar saklaus.

Í apótekinu í morgun kom einmitt upp þessi staða, ég að sækja blóðþrýstingslyf, þau ekki til en til einn pakki í öðru apóteki. Ég fer í það apótek og fékk þennan eina pakka og inneign þar sem ég átti í raun að fá tvo pakka.

Í apótekinu á sama tíma er aldraður maður og honum var tilkynnt að þrjú af þeim lyfjum sem hann var að sækja væru því miður ekki til en annað væri til.

Mér brá við og fór að hugsa um  hvernig er staðan hjá fólki sem er að kljást við alvarlega sjúkdóma og fær ekki lyfin sín.

Blessaður gamli maðurinn var heldur aumur yfir því að lyfin hans væru ófáanleg og að lyfin sem voru fáanleg og hann fékk, kostuðu hátt í 16.000 kr því þau væru ekki niðurgreidd.

Þetta er með öllu ólíðandi ástand og ég velti því fyrir mér hvað veldur?

Sjá einnig: Hvað eru geðdeyfðarlyf?

Ég veit um fólk sem fer til annara landa til þess að redda sér bráðnauðsynlegum lyfjum. Af hverju er þessi vandi ekki leystur hér á landi er heilbrigðiskerfið virkilega komið í svo mikinn vanda að við þurfum að búa við lyfjaskort?

Sem dæmi má nefna að það hefur skort ákveði kvenhormón í töluverðan tíma og bara sá skortur hefur veruleg áhrif á konur sem eru á breytingaskeiðinu, hafa farið í legnám, fengið krabbamein og fleira.

Ég veit að margir vefjagigtasjúklingar fá ekki þau lyf sem þeir þurfa til að draga úr einkennum og auka lífsgæði sín.

Þetta er ólíðandi með öllu og ég vill gjarnan koma að stað umræðu um þetta mál í samfélaginu.

Endilega sendu mér línu ef þú hefur sögu að segja um lyfjaskort kristin@hun.is

SHARE