Hvað í ósköpunum fær 14 milljónir YouTube áhorfenda til að smella á myndband af kafloðinni og dúnmjúkri kanínu sem í mestu makindum, japlar á safaríkum og hæfilega þroskuðum hindberjum? Algerlega ómeðvituð um yfirvofandi heimsfrægð?
Af hverju þykir okkur svona dáleiðandi og yndislegt að horfa á brúskaðar, saklausar kanínur með munninn fullan af rósrauðum hindberjum – smjattandi líkt og hindberin séu sending af himnum ofan?
Sjá einnig: 16 stórfurðulegar óléttumyndir
Og því lítur kafloðin og agnarsmá kanínan út eins og morðóður berjasmjattari með stútfullan munninn af rósrauðum, safaríkum og dásamlegum hindberjum?
Kafloðin kanína + Rósrauð hindber = Heimsfrægð á YouTube!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.