Lyginni líkast: Spilar 99 Red Balloons á rauðar blöðrur!

Það sem hér fer fram í myndbandinu að neðan er svo ótrúlegt að erfitt er að trúa því að engin brögð séu í tafli. En hér eru engar blekkingar á ferðum; drengurinn sem sjá má spila á fjórar rauðar blöðrur hefur fundið út hvernig á að spila á blöðrur.

Blöðrur!

Í ótrúlegri endurhljóðblöndun af gamla smellinum 99 Red Balloons, tekur hann sig til og spilar dægurlagið – lið fyrir lið – á fjórar, uppblásnar, úr sér gengnar, nýjar og fagurrauðar blöðrur

Það er Andrew Hung, sem spilar á blöðrurnar hér að neðan og blandar svo listilega saman í eina heild að úr verður melódísk harmónía en hér má sjá meistaraverk Andrew, en fyrir neðan blöðrustefið má hlýða á frumútgáfuna sem gefin var út á átttunda áratugnum.

Hér er útgáfa Andrew af 99 Red Balloons en frumútgáfuna má heyra fyrir neðan: 

 

Nena með eitís smellinn 99 Red Balloons sem Andrew endurgerði með rauðar blöðrur að vopni: 

 

SHARE