Lykillinn að farsælu hjónabandi

Freddie Prinze Jr. og Sarah Michelle Gellar urðu strax vinir þegar þau léku saman í myndinni I Know What You Did Last Summer árið 1997.

 

Það var svo ekki fyrr en árið 2000 sem þau urði kærustupar. Þau hafa í dag verið gift í 14 ár og eiga saman 2 börn og allt gengur ljómandi vel hjá þessum hjónum.

 

Sjá einnig: Heimili Freddy Prince Jr og Sarah Michelle Gellar

Freddie sagði Huffington Post að lykillinn að því að halda eiginkonu sinni hamingjusamri væri í gegnum magann. „Ég elda og þríf. Þannig að þegar komið er kvöld og þig langar að gera eitthvað með frúnni þá svarar hún ekki „ah ég er of þreytt ástin““ sagði Freddie og hló.

Viðtalið birtist fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans.

 

SHARE