Lýst eftir 23 ára íslenskri stúlku í Indónesíu

Lýst hefur verið eftir ungri íslenskri stúlku, Ástu Jóhannsdóttur, sem er 23 ára en hún týndist á eyjunni Gili Trawangan sem er hluti af Indónesíu, fyrir um tveimur sólarhringum samkvæmt fréttum á Vísi.is.

Myndum af stúlkunni hefur verið dreift á netinu í von um að hún finnist.

Ættingar stúlkunnar segjast treysta á kraft samskiptamiðla og biðja fólk um að deila myndum af henni og láta yfirvöld vita komi þeir auga á hana.

1898009_10152930291565752_246796955_n (1)

SHARE