Lögreglan á höfuðborgarasvæðinu lýsir eftir 14 ára stúlku, Birnu Maríu Sigurðardóttur. Ekki er vitað um ferðir hennar síðan 14. ágúst og var fyrst lýst eftir henni á laugardag, en án árangurs.
Þar sem langt er um liðið síðan stúlkan fór að heiman, hún mjög ung að aldri og ekkert vitað um hana, leggur lögregla og barnaverndaryfirvöld mikla áherslu á að finna hana.
Birna er 14 ára, 165 cm á hæð, grannavaxin með brúnt, sítt hár, ekki vitað um klæðnað. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Birnu, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000