Lýstu upp myrkur Róhingjakonu á flótta

(Photo by Masfiqur Sohan/NurPhoto via Getty Images)

UN Women á Íslandi efnir til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess sem hafa þurft að þola gróft ofbeldi og búa við grimman veruleika.

UN Women starfrækir neyðarathvarf fyrir konur í flóttamannabúðum í Cox´s Bazar, Bangladess þar sem þær hljóta áfallahjálp, fá sæmdarsett, atvinnutækifæri og öryggi gegn ofbeldi.

Undanfarna þrjá áratugi hefur Bangladess hýst Róhingjafólk sem sætt hefur ofsóknum í heimalandinu Mjanmar. Síðastliðinn ágúst 2017 hertust átökin og ofsóknir á hendur Róhingjum til muna og halda nú til um 800 þúsund Róhingjar í flóttamannabúðunum.

Um 400 þúsund Róhingjakonur búa við stöðugan ótta við ofbeldi í búðunum. Nánast allar hafa orðið vitni að eða verið beittar grófu kynferðislegu ofbeldi. Í mörgum tilfellum voru konur og stúlkur látnar horfa á þegar hermenn myrtu börn þeirra eða foreldra áður en þeir hófu að nauðga þeim. En nauðganir á konum og stúlkum hafa verið notaðar sem markvisst stríðsvopn í þessum blóðugu ofsóknum gegn Róhingjum í Mjanmar.

Þrátt fyrir að konur séu rúmlega helmingur flóttafólks í búðunum eru þær þó hvergi sjáanlegar. Konur og stúlkur óttast ofbeldi,  þurfa að deila salernisaðstöðu/sturtuaðstöðu með karlmönnum sem gerir að verkum að konur fara nánast ekki út fyrir heimilið. Þær dvelja að meðaltali 21-24 klukkustundir heima á sólarhring vegna yfirvofandi ótta við ofbeldi. Allir þessir þættir hafa gríðarlega neikvæð áhrif á líf kvenna og stúlkna og hindrar þær við að nærast, þiggja heilbrigðisaðstoð fyrir sig og börn sín í búðunum og koma undir sig fótunum í þessum skelfilegu aðstæðum.

Neyðin er gríðarleg. UN Women vantar sárlega fjármagn til að veita konum kvenmiðaða neyðaraðstoð með tilliti til þarfa kvenna og barna þeirra. Tryggja þarf áframhaldandi rekstur neyðarathvarfsins, ef ekkert verður að gert lokar neyðarathvarfið nú í apríl.

UN Women á Íslandi hvetur alla til að senda sms-ið KONUR í 1900 (1900 kr.) og styrkja starfsemi neyðarathvarfs fyrir konurnar í flóttamannabúðunum. Þar hljóta þær áfallahjálp, atvinnutækifæri og öryggi gegn ofbeldi. UN Women dreifir einnig sæmdarsettum til kvenna sem inniheldur helstu hreinlætisvörur, teppi, vasaljós og vistvæn kol til matseldar og upphitunar.

Lýstu upp myrkur Róhingjakonu!

Þú getur hjálpað með því að senda sms-ið KONUR í 1900

SHARE