Af hverju eru sjálfsvíg svona mikið tabú? af hverju má ekki ræða sjálfsvíg? Ég velti þessu fyrir mér eftir að ég las pistil á Hún.is frá manni sem talaði um sjálfsvíg á Húsavík. Hann var í pistlinum að vekja athygli á sínum raunveruleika og þeirri staðreynd að hann fengi ekki þá hjálp sem hann þyrfti. Í pistlinum talaði hann um að 6 manns hefðu reynt að fremja sjálfsvíg síðasta sumar, einum hefði tekist það en einn hefði slasað sig alvarlega í tilraun til sjálfsvígs. Ég skil það að orðin sem hann notaði til að lýsa þeirri aðferð sem annar notaði hafi farið fyrir brjóstið á aðstandendum enda voru þau orð tekin úr greininni, hins vegar virtist fólk vera að biðja um í commentakerfi síðunnar að þessi grein yrði tekin út. Af hverju má aldrei ræða hlutina eins og þeir eru?
Það er hræðilegur harmleikur þegar ættingi eða ástvinur manns er það langt leiddur í hræðilegri vanlíðan að hann sér enga aðra leið en að enda líf sitt það þekki ég af eigin reynslu og ég veit nákvæmlega hversu sárt það er. Hins vegar er það sú leið sem hann/hún velur og þetta er bara vandamál sem mér finnst að þurfi og eigi að ræða. Oft á tíðum er það þannig þegar fólk fremur sjálfsvíg að lítið sem ekkert er talað um málið og ættingjar mega ekki segja neinum hvað gerðist, jarðaförin fer oft fram í kyrrþey og vinir og vandamenn átta sig oft á því hvað gerðist en það þorir enginn að segja neitt. Af hverju er þetta? skammast fólk sín? ég veit ekki hvað það er en þetta virðist vera eitthvað tabú ennþá í okkar samfélagi, það virðist lítið mega ræða þessi mál.
Mér fannst þessi grein frá Sigurði þörf og góð leið til að opna þessa umræðu. Mér fannst allt í lagi að hann hafi minnst á það í pistlinum að sjálfsvíg hefði átt sér stað á umtöluðum stað því að mér finnst að svona eigi ekki að vera neitt leyndarmál. Tilgangur greinarinnar var hinsvegar ekki sá að ræða um einstaka atburði heldur var hann augljóslega sá að tala um það að sjálfsmorð eiga sér stað reglulega í okkar samfélagi og oft á tíðum er það vegna þess að fólk fær ekki þá hjálp sem það þarf og það þarf að laga!
Hér getur þú séð umtalaða grein.
6 manns reyndu að fremja sjálfsvíg í sumar