Jakob Reynir Jakobsson er 43 ára og hann er nýjasti gesturinn minn í hlaðvarpinu Fullorðins á streymisveitunni Brotkast. Í viðtalinu fórum við yfir víðan völl, æskuárin, áföllin og lífið hingað til.
Jakob hefur tekist á við fíkn frá unglingsárum og segir frá því í hlaðvarpinu en hann á nokkrar edrúmennskur að baki. Hann segist þó ekki hafa gefist upp með báðum höndum fyrr en í október 2020 þegar hann fór til Svíþjóðar í meðferð. Þá segist hann hafa skellt „bakpokanum sem hann burðaðist með á bakinu“ á borðið og hafist handa við að vinna í sínum málum.
Í þættinum segir Jakob frá því að hann hafi viljað breyta nafninu sínu, en hann heitir Jakob Reynir en vill breyta nafni sínu í Jakob Reynir Aftur, sem vísar til þess að hann hafi aldrei gefist upp. Hann fékk synjun frá Mannanafnanefnd.
„Rökin mín eru þau að ég snéri lífi mínu á hvolf og fékk tækifæri til að reyna aftur,“ segir Jakob og segist alveg skilja að einhverjar reglur verði að vera um hvaða nafn ómálga barn fær, en þegar fólk sé orðið fullorðið sé það annað mál.
„Þegar þú ert orðin manneskja sem getur labbað inn í Vínbúðina og keypt þér tvær Tequila-flöskur og „fokkað þér upp“, og þínu lífi og allra í kringum þig, að þú megir ekki heita það sem þig langar til að heita. Sérstaklega þegar þú ert búin að snúa lífi þínu við og ert bara orðin frekar góð manneskja,“ segir Jakob og bætir því við að þegar hann hafi fengið synjunina, hafi hann sótt aftur um, innan hálftíma.
Brot úr viðtalinu má sjá hér fyrir neðan en ef þú vilt horfa á þáttinn í heild sinni geturðu tryggt þér áskrift að streymistveitunni Brotkast hér.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.