Ókrýnd drottning poppsögunnar, Madonna nú 56 ára, gefur ekkert eftir í nýju viðtali við Interview Magazine en söngkonan ákvað að bera á sér brjóstin í ljósmyndaþættinum samtengt viðtalinu.
Tilvísanir í BDSM
Útgáfan ber heitið „The Art Issue – by David Blaine“ og þar má sjá þokkagyðjuna stilla sér upp eins og henni einni er lagið en Madonna er löngum þekkt fyrir að vilja dressa sig upp í leður, latex og korselettur og leyfa perranum hið innra að njóta sín.
Ræðir samband trúar og vímuefna
Það eru þó ekki eingöngu ljósmyndirnar sem ætla að snúa öllu á hvolf heldur fá svör Madonnu lesendur til að finna fyrir blygðunarkenndinni. Hún ræðir allt frá trúarbrögðum og eiturlyfjum yfir í ástarlíf og fyrirmyndir sem veita henni innblástur.
“…þetta fjallar um hvaða ástæðu fólk hefur til þess að nota eiturlyf, til þess að tengjast Guði eða eitthverju æðra vitundarstigi. Ég segi alltaf „Plugging into the matrix.“ Ef þú ferð í vímu, þá geturðu það, það er þess vegna sem fólk tekur vímuefni, af því að þeir vilja komast nær Guði. En það sem gerist er að það verður skammhlaup, og það er blekkinginn með vímuefni. Þau blekkja þig til þess að halda að þú sért nær Guði en á endanum drepa þau þig,“ sagði Madonna meðal annars í viðtalinu.
Madonna heldur áfram að ræða sína eigin neyslu í viðtalinu.
„Ég meina, ég prufaði allt einu sinni, en um leið og ég var komin í vímu var ég farin að drekka vatn í lítravís til þess að hreinsa efnin úr líkamanum mínum. Um leið og ég fór í vímu fékk ég algjöra þráhyggju fyrir því að losa mig við vímuna. Ég hugsaði alltaf; ókei, ég ætla að hætta núna.“
Segist laðast að listamannatýpunni
Ljósmyndirnar af Madonnu eru teknar af Mert Alas and Marcus Piggott og sýna þær greinilega að hin 56 ára poppdíva er ennþá í fáránlega góðu formi og virðist huga vel að líkama sínum.
Í viðtalinu ræðir hún val sitt af kærustum og mökum í gegnum tíðina en hún hefur tvisvar verið gift. Fyrst með stórleikaranum og hjartaknúsaranum Sean Penn, sem hún hefur sagt að hafi verið stóra ástin í lífi hennar. Síðar giftist hún breska leikstjóranum Guy Ritchie og eignaðist með honum soninn Rocco Ritchie.
Fyrir átti hún dótturina Lourdes með leikaranum Carlos Leon. Einnig á hún tvö ættleidd börn frá Malawi, þau Mercy James og David Banda en Madonna hefur starfað ötullt í þágu bágstaddra barna í Malawi í Afríku.
„Ég laðast að skapandi fólki, “segir Madonna. „Þú vilt ekki vera gáfaðasta manneskjan í herberginu; þú vilt vera sú vitlausasta í herberginu.“
Madonna árið 1979
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Madonna ákveður að leyfa bobbunum að njóta sín á filmu en hún sat fyrir sem nektarmódel í New York árið 1979, þar sem hún nam klassískan dans og ætlaði upphaflega að hefja feril sinn sem atvinnudansari.
Heimild: Uk.Eonline.Com
Tengdar greinar:
Madonna og Eminem létu ljós sitt skína í New York
Instagram dagsins: Madonna og hárin
Madonna er djörf í nýja Bazar – var nauðgað í New York