Madonna gerði hlé á tónleikum sínum í Stokkhólmi á laugardagskvöldið til þess að halda tilfinningaríka ræðu um hryðjuverkaárásina í París á föstudaginn. Hún segir að hún hafði átt í erfiðleikum með að koma fram á tónleikunum, vegna þess hversu þungt þessir atburðir hvíldu á henni.
Hún vildi nota hluta af tónleikunum til þess að tala um hörmungarnar, um það hversu dýrmætt lífið er og að okkur ber að sýna samstöðu.
Sjá einnig: Madonna – Ósigrandi með örgrandi sviðsframkomu
Madonna hafði ætlað sér að hætta við tónleikana um kvöldið, en ákvað þess í stað að halda plönum sínum áfram og þar með ekki gefa hryðjuverkamönnum að stjórna frelsi okkar.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.