Tónlistarverðlaunahátíðin BRIT Awards fóru fram í Bretlandi á miðvikudagskvöldið, en það sem vakti sérstaka athygli þetta kvöldið var þegar söngkonan Madonna hrundi niður tröppur.
Söngkonan var að syngja lokalag kvöldsins en í miðjum flutningi festist einn dansarinn í skikkjunni sem hún bar og dró hana niður nokkrar tröppur. Svo virðist sem henni hafi ekki orðið meint af fallinu en hún hélt ótrauð áfram og kláraði atriðið sitt án þess að nokkuð hafi ískorist.
Þetta var í fyrsta skipti í 20 ár sem söngkonan flytur tónlist á tónlistarhátíðinni en á miðvikudagskvöldið flutti hún lagið Living for Love af nýjustu plötu sinni Rebel Heart.
https://www.youtube.com/watch?v=wDcAQrgn50o&ps=docs
Tengdar greinar:
Svona hljómar Madonna (56) í alvöru – án hljóðblöndunar og undirspils
Madonna nýtir sér hryðjuverkin í París til að kynna nýju plötuna sína
Madonna gefur fyrirvaralaust út sex ný lög á iTunes
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.