Úff! Þegar Madonna á í hlut er eins gott að halda friðinn. Konan er með kjaftinn fyrir neðan nefið – ólgar af húmor og hikar ekki við að tala beint út. Í beinni. Jafnvel gera lítið úr Drake ef þvi er að skipta.
Þannig lagði Madonna spilin algerlega á borðið í opinskáum spurningaleik – AskAnythingChat á vegum Romeo Saturday Night Online sem fram fór sl. laugardagskvöld. Og konan skóf ekki af hlutunum – gerði hikstalaust lítið úr Drake og greinilegt er að Madonna er ekki búin að fyrirgefa tónlistarmógúlinum grátgjarna gretturnar á sviði þegar hún gerði sér lítið fyrir í miðju atriði og fór í hörkusleik við fyrrum ástmann Rihönnu.
Madonna, sem er orðin 56 ára gömul, hefur að af svörunum að dæma ekki verið ánægð með viðbrögð Drake sem lýstu viðbjóði og hryllingsblandinni undrun eftir slummukossinn, sem parið gerði heimsfrægan á Coachella tónlistarhátíðinni í ár og skipti engu þó Drake hefði gert út um málið á Instagram, þar sem hann sagði lífsreynsluna hafa verið æðislega.
Sjá einnig: Madonna (56) fer í sleik við Drake (28) á sviði – Honum ekki til mikillar ánægju
Í spurningaleiknum má sjá Madonnu lesa upp spurningu frá Jamie nokkrum frá Fíladelfíu, sem lagði fram orðin:
Er gott að kyssa Drake?
Madonna hikaði ekki, heldur las upp orðin og sagði svo kotroskin á svip:
“I kissed a girl and I liked it.” sem í íslenskri þýðingu segir að hún hafi kysst stúlku (Drake) og þótt kossinn ljúfur.
Spurningunni hvað Madonna myndi segja sjálfri sér sem ungri og óreyndri konu Î dag, svaraði poppdrottningin einfaldlega þessu:
Ekki kyssa Drake. Alveg sama hvað hann biður þig oft um að koma í sleik!
Fyrri spurninguna ber upp þegar 2 mínútur eru liðnar – SNILLD!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.