Madonna mætti ölvuð og í trúðabúning á eigin tónleika

Söngkonan Madonna hefur verið að ganga í gegnum erfitt tímabil þar sem sonur hennar Rocco neitar að vera hjá móður sinni. Madonna hefur gefist upp og leyfir nú syni sínum alfarið að vera hjá föður sínum, Guy Ritchie, í Bretlandi.

Sjá einnig: Madonna missir forræði yfir syni sínu

Álagið við að missa frá sér son sinn er greinilega farið að segja til sín en Madonna mætti ölvuð og fjórum tímum of seint á eigin tónleika.

Söngkonan mætti á svið klædd í trúðabúning og með bleika hárkollu. Madonna brotnaði niður í miðjum tónleikum og grét en á tjaldi bakvið hana var varpað upp mynd af Rocco.

Sjá einnig: Sonur Madonnu vill ekki búa hjá henni

Þó svo að Madonna hafi gefist upp á því að reyna að fá son sinn er forræðisdeilunni ekki lokið. Dómarinn í málinu vonast enn til þess að hægt verði að leysa málið svo allir skilji sáttir.

3210C64B00000578-3486305-image-m-7_1457657248323

3212BE1600000578-3486305-image-a-8_1457657255952

3212FBCB00000578-3486305-image-m-15_1457659177982

3212A4E300000578-3486305-On_Thursday_evening_Madonna_displayed_a_huge_image_of_her_son_at-m-17_1457659194643

3214B05A00000578-3486305-image-m-19_1457659405217

3212BE2300000578-3486305-image-m-61_1457648664676

SHARE