Söngkonan Madonna tjáði sig um það í viðtali við Howard Stern á miðvikudaginn að henni hafi verið nauðgað. Madonna fæddist og ólst upp í litlum bæ í Michigan fylki, en þegar hún var 19 ára flutti hún til New York.
Ég var í sjokki… ég þekkti ekki neina einustu sál. Ég vissi ekki hver framtíð mín var og var ofboðslega vinaleg. Ég sagði hæ við alla sem ég mætti eins og lúði.
Fyrsta árið í New York var klikkað að sögn poppdrottningarinnar en hún telur að það hafi verið sín heimska sem kom henni í þessar aðstæður. Hana vantaði pening vegna þess að hún var á leiðinni í danstíma og endaði með að fá pening hjá ókunnugum manni til að komast í tíkallasíma.
Maðurinn gaf mér peninginn og sagði síðan að hann skyldi labba með mér að símanum. Hann var vinalegur gaur. Ég treysti öllum en síðan sagði hann við mig að hann byggi bara á móti. Ég gæti hringt úr hans húsi.
Hann tældi hana síðan inn í húsið sitt og nauðgaði henni. Aðspurð afhverju hún tilkynnti aldrei um nauðgunina þá sagði söngkonan að upplifunin hafi verið nógu skelfileg og að það hafi verið búið að brjóta svo mikið á henni. Henni fannst þetta svo mikil niðurlæging.
Söngkonan gafst þó ekki upp og bjó áfram í New York frekar en að fara aftur heim.
Tengdar greinar:
Madonna dettur niður tröppur á BRIT Awards
Madonna nýtir sér hryðjuverkin í París til að kynna nýju plötuna sína
Madonna berar á sér brjóstin í nýju viðtali
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.