Söngkonan Madonna er búin að missa forræðið yfir syni sínu Rocco sem hún eignast með fyrrverandi eiginmanninum sínum, Guy Ritchie.
Sjá einnig:Myndum af Madonnu ófótósjoppaðri var lekið á netið
Madonna viðurkenndi fyrir vinum sínum að hún væri búin að tapa syni sínum og að það eina sem hún gæti gert væri að leyfa Rocco að vera hjá pabba sínum.
Á föstudaginn síðasta brotnaði söngkonan niður þegar hún var að syngja á tónleikum á Nýja Sjálandi. Hún tileinkaði Rocco lagið La Vie en Rose.
Sjá einnig: Madonna: mér var nauðgað en ég tilkynnti það aldrei
Upphafið af þessu var þegar Rocco fór frá móður sinni í desember í fyrra þar sem hún var á tónleikaferð um heiminn. Rocco flaug til Bretlands til að vera hjá pabba sínum en Rocco neitaði síðan að fljúga um jólin aftur til mömmu sinnar. Dómari var búin að dæma þannig í málinu að Rocco skyldi vera hjá Madonnu yfir hátíðarnar en Rocco hafði ekki neinn áhuga á því og hefur því ekki snúið aftur að hitta mömmu sína frá því í desember.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.