Drottning poppsins Madonna og rapparinn Eminem sjást hér stilla sér upp ásamt Dr. Dre og Jimmy Iovine á viðburðinum WSJ Magazine’s 2014 í New York á dögunum. Þar voru afhent verðlaun fyrir frumkvöðul ársins en meðal heiðursverðlaunahafa í þetta sinn voru Dr. Dre, Lil Buck og Jimmy Iovine. Tók Madonna lagið á sviðinu en hún tók það fram á Instagram að hafa tileinkað lagið Lil Buck.
Madonna, sem er orðin 56 ára, klæddist samkvæmt heimildum kjól og skóm frá hönnuðinum Miu Miu. Eminem skartar sig með hálsmeni frá NA (narcotics anonymous.)
Heimild: Just Jared