Þetta er fyrirsögn sem hrellir alla foreldra og aðra líka. En ég fékk sent ráð frá systur minni sem ég ætla að fylgja eftir með mínum drengjum og hvet aðra foreldra til þess líka.
Ef ókunnugur maður eða kona nálgast barnið þitt og segir við það að þú hafir sent þau til að sækja það í skólann eða íþróttir. Þá er gott að hafa stikkorð ykkar á milli og barnið getur beðið viðkomandi um það.
En þetta hefur verið notað í Bandaríkjunum og hefur borið árangur. Við gerum okkur öll grein fyrir því ef við foreldrar lendum í alvarlegu slysi þá er oft einhver nákominn barni sem sækir það í skólann en ekki einhver ókunnugur.
Hefur þú rætt þetta við þitt barn hvernig á að bregðast við? Hver er þín skoðun á að hafa stikkorð ykkar á milli?