Eigandi listagallerís í San Francisco var ekki ánægður með að heimilislaus kona væri búin að koma sér fyrir fyrir utan galleríið hans og brá á það ráð að sprauta á hana vatni.
Myndband af þessu athæfi fór af stað á veraldarvefnum og hefur valdið mikilli reiði meðal almennings. Aðrir á þessu sama svæði segja að engin úrræði séu í boði fyrir heimilislausa í borginni og það verði að bregðast við því.
Þess má til gamans geta að maðurinn hefur verið kærður fyrir áreiti (battery), fyrir þessa framkomu sína.