Maðurinn sem ber ábyrgð á því að myrða bin Laden hefur bara eina eftirsjá. Árið 2011 var fyrrverandi leiðtogi al-Qaeda myrtur í húsnæði sínu í Abbottabad, Pakistan, af bandaríska sjóhernum. Rob O’Neill segist vera sá eini sem skaut Osama bin Laden.
Navy SEALs leituðu mannsins sem bar ábyrgð á árásunum 11. september þar sem 2.753 manns voru drepnir á hörmulegan hátt í World Trade Center í New York Í þættinum „Joe Budden Podcast Humans“ sagðist O’Neill að hafa myrt bin Laden fyrir framan tveggja ára son hans. Budden spurði: “Drapstu einhvern tímann fólk fyrir framan börnin þeirra.” O’Neill svarar: “Já. Ég drap Osama bin Laden fyrir framan son hans.”
Hann bætti við: „Ég skaut Osama bin Laden og ég sá svo tveggja ára barnið við hlið látins föður síns. Ég drap hryðjuverkamann númer eitt í heiminum og ég man að ég leit á hann og hugsaði „þessi aumingja krakki hefur ekkert með þetta að gera’. “Og ég tók hann frá og setti hann við hlið móðir sinnar í rúminu. “Tveggja ára, og hefur ekkert með þetta að gera. Hann gerði þetta ekki, hann vissi ekki einu sinni hvernig átti að tala.”
„Þetta mun ásækja þig sennilega meira en hann,“ sagði Budden og spurði svo í framhaldi hvort að hann „sofi vel“ eftir atvikið. „Í rauninni ekki, nei,“ sagði Rob. “Ég meina, ég á góða daga. Ég er jákvæð manneskja að eðilsfari, en ég meina, þú getur fengið eina mínútu þar sem ég loka augunum og get séð svefnherbergi móðirinnar hvenær sem ég vil. „Ég hugsa um drenginn á hverjum degi,“ segir hann að lokum.
Þegar atvikið átti sér stað gaf Obama forseti út eina frægustu yfirlýsingu sögunnar. Fyrrum forsetinn sagði: “Gott kvöld. Í kvöld get ég tilkynnt bandarísku þjóðinni og heiminum að Bandaríkin hafi framkvæmt aðgerð sem drap Osama bin Laden, leiðtoga al Qaeda, og hryðjuverkamann sem ber ábyrgð á morðum þúsunda saklausra karla, kvenna og barna.” Hann bætti við: “Í meira en tvo áratugi hefur bin Laden verið leiðtogi og tákn al Qaeda og hefur haldið áfram að skipuleggja árásir á land okkar, vini okkar og bandamenn. Dauði bin Ladens markar mikilvægasta afrek fyrir þjóð okkar að sigra al Qaeda.”
Hér fyrir neðan er myndband af Rob ræða um eftirsjá sína. Og næsta myndband er allur þáttur í heild sinni.