Tere Lynn (43) og dætur hennar Callan, Cendalyn og Chesney eru allar með gríðarlega sítt hár. Tere segir að hár hennar hafi fyrst laðað eiginmann hennar að henni, þar sem honum finnst sítt hár mjög heillandi.
Sjá einnig: „Af hverju má hrukkótt kona ekki vera með sítt hár?”
Dætur hennar þvo á sér hárið í sturtu og nota fjórðung af hárnæringarbrúsa í hvert skipti sem þær fara í sturtu. Aftur á móti kýs Tere Lynn að þvo ekki á sér hárið, þar sem það verður það þungt, að í eitt skipti sem hún var að þvo á sér hárið, féll hún á gólfið á baðherberginu vegna þyngdarinnar.
Hár hennar festist oft í ryksugunni þegra hún er að ryksuga og börnin hennar hafa óvart stigið á það. Þær hafa unnið til margra verðlauna fyrir hárið sitt í sínum heimabæ og eru mjög stoltar af.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.