Orðrómur þess efnis að raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og söngvarinn Justin Bieber ættu í ástarsambandi fór ansi hátt í byrjun þessa árs. Samband þeirra fékkst aldrei staðfest en því var ekki neitað heldur. Í gær mætti raunveruleikastjarnan á tónleika hjá Bieber og hafa slúðurmiðlar velt því upp hvort kynþokkafullur klæðnaður hennar hafi verið sérstaklega ætlaður til þess að ganga í augun á söngvaranum.
Sjá einnig: Gat ekki hætt að brosa þegar hún var spurð um Justin Bieber