Esther Honig er engin venjuleg 24 ára gömul stúlka. Hún starfar við dagskrárgerð í útvarpi í Kansasfylki, Bandaríkjunum og fékk galna hugmynd fyrir nokkrum mánuðum síðan; að varpa þeirri spurningu fram hvernig fólk víðsvegar um hnöttinn skilgreinir kvenlega fegurð.
Hugmyndina að verkefninu fékk hún eftir að hafa unnið að þáttargerð með grafískum hönnuðum víðsvegar um heiminn en Esther hóf leika með því að senda grafískum hönnuði, búsettum á Sri Lanka, portretmynd af sjálfri sér og lét eftirfarandi fylgja:
Hæ, ég heiti Esther Honig …. gerðu mig fallega.
Og viðbrögðin létu ekki á sér standa, en hönnuðurinn sendi Esther ljósmyndina fullunna til baka en viðbætur voru meðal annars bleikur varalitur og grænn augnskuggi. Í framhaldinu sendi Esther sömu ljósmyndina áfram til annars myndvinnslumanns og svo koll af kolli.
Ekki voru öll viðbrögðin einróma; sumir urðu furðu lostnir og spurðu Esther hvað hún eiginlega væri að fara og svaraði hún þá því að henni langaði að sjá breytta útgáfu af myndinni sem félli að ríkjandi fegurðarstöðlum kvenna á viðkomandi landsvæði – allt í stíl við konurnar sem birtast á síðum glansritanna. Athyglisvert þykir að flestir völdu hönnuðirnir blá eða græn augu og ljósan hörundslit, sem virðist sýna að evrópskt útlit þykir mjög eftirsóknarvert í augnablikinu; er í tísku ef svo má að orði komast.
Enn sem komið er hefur Esther fengið unnar myndir frá listamönnum sem búsettir eru í einum 27 löndum og er hvergi af baki dottin, en hún vill halda verkefninu gangandi eins lengi og mögulegt er.
Það er svo margt sem segja má með þessari tilraun. Ljósmyndin er vissulega af mér, en þó er ljósmyndin ekki af mér sem konu. Þetta er ljósmynd af öllum konum.
Víetnam:
Venesúela:
Bandaríkin:
Úkranía:
Bretland:
Sri Lanka:
Serbía:
Rúmenía:
Filipseyjar:
Pakistan:
Marokkó:
Kenía:
Ítalía:
Ísrael:
Indónesía:
Indland:
Grikkland:
Þýskaland:
Bangladesh:
Ástralía:
Argentína:
Esther heldur úti vefsíðu þar sem skoða má fleiri verk hennar: Smellið HÉR
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.