Það blasti við svakaleg sjón í morgun í Árneshreppi á Ströndum en yfir 50 grindhvalir höfðu rekið á land við bæinn Mela. Fjaran er nú full af dauðum hvölum af öllum stærðum.
Amerískur hópur ljósmyndara var á svæðinu og tók Bill Schwab þetta sláandi myndband af aðstæðum. Vert er að vara viðkvæma við myndbandinu hér að neðan.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.