Ég hef tvisvar sinnum gengið með barn og fætt í heiminn heilbrigða drengi; skynjað spörk þeirra sem hraustlegar hreyfingar. En ég hef aldrei séð nokkru þessu líkt.
Því fer um mig bylgja minninga þegar ég sé þetta ótrúlega myndband hér að neðan, sem sýnir kraftaverk lífsins í hnotskurn. Á sömu stundu veit ég vart hvort ég á að trúa eigin augum. Barn í móðurkviði á lokastigum meðgöngu sparkar hér og hreyfir sig, iðar til líkt og það geti ekki beðið eftir að komast í heiminn – reyndar er engu líkara en að barnið ætli að brjóta sér leið út úr móðurkviði og sé tilbúið að spretta út í lífið.
Kraftaverk er lífið og magnað er myndbandið, ekki satt?
[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”gdJKRVAi9DM”]
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.