Þú getur lært ýmislegt um sögu í skóla og í bókum en það er líka hægt að læra mikið um söguna á internetinu.
Á Instagram-síðunni History in Pictures eru margar mjög skemmtilegar og sumar mjög sjaldgæfar myndir úr sögunni.
Hér eru nokkrar sem vöktu athygli okkar:
1. Rokkstjörnur voru einu sinni börn
2. Hefði maður ekki viljað vera í þessu partý-i með Liam og Noel Gallagher og Diego Maradona á Buenos Aires árið 1998.
3. Salvador Dalí kemur upp úr neðanjarðarlest í París með mauraætuna sína sem var gæludýrið hans.
4. Þegar verið var að rýma Kharkiv árið 2022
5. Prag hefur ekki breyst neitt alltof mikið á þessum 110 árum.
6. Þann 26 október árið 2000 var 6 ára bið, eftir Playstation 2, á enda.
7. Þetta bréf frá árinu 1983, frá Steve Jobs, var selt fyrir rúma 479 þúsund dollara í seinasta mánuði.
8. Spice Girls í fríi saman árið 1995.
9. Fidel Castro í Converse skóm að spila körfubolta í Póllandi árið 1972. Hafa ekki allir séð myndir af því?
10. Já og svo er það þessi mynd af Ronald Reagan með keðjusög .
11. Það eru meira en 300 ár síðan farið var að senda mat heim í Japan.
12. Stærsti og lægsti leikmaður NBA voru að spila í deildinni 1987-1988. Manute Bol og Buggsy Bogues voru meira að segja í sama liði.
13. Allir sem keppa á Ólympíuleikunum reykja Lucky Strike. Einmitt!
14. Mikil kaldhæðni í þessari mynd frá 1966.
15. Þessi Citroen var sýndur á bílasýningu í París árið 1980, en hann var hannaður af Trevor Fiore. Hann fór aldrei í framleiðslu.
16. Sean Connery í pásu við tökur á James Bond árið 1971.
17. Tsar Nicholas II sem var keisari í Rússlandi virðist vera að taka sjálfu hérna, en hefur örugglega verið að athuga með myndavélina þegar hún tók loks mynd. Hann var myrtur, ásamt allri fjölskyldu sinni, árið 1917.
18. Porsche 911 var fluttur með þessum bát á pínulitla eyju milli Ástralíu og Nýja Sjálands árið 1982
19. Hong Kong hefur aðeins stækkað á þessum árum
20. Þessi mynd var tekin af ungum drengjum í suðurhluta Chicago árið 1941.
21. Hér var verið að prófa geimbúning fyrir lendinguna á tunglinu árið 1962. Þessi búningur var ekki valinn 🙂
22. Svona var í Íran í þá gömlu góðu daga.
23. Marlene Dietrich mætir til Parísar, en henni hafði verið sagt að mæta EKKI í buxum og klæða sig eins og kona! Þvílík kona!
24. Flamingóar í dýragarði í Miami voru settir inn á bað á meðan fellibylur gekk yfir.
25. Frelsisstyttan í New York var gjöf frá Frakklandi og kom í 350 bitum til Ameríku. Það þurfti að setja hana saman eins og Ikea húsgagn.
26. McDonalds var opnað Moskvu árið 1990, árið áður en Sovétríkin hrundu.
27. Boðið upp á svínakjöt og bjór í flugvél Lufthansa uppúr 1960.
28. Frétt um Wal-Mart frá árinu 1962.
29. Ljósmyndari reynir að ná mynd af „vinum“ Al Capone í réttarhöldunum yfir mafíuforingjanum. Þeir voru ekki alveg til í það